Evrópa ein er fyrirmynd

Punktar

Bandaríkin færast jafnt og þétt til auðræðis á herðum láglaunaþræla. Rússland færist hratt til þjóðrembu og fasisma með landvinninga á oddinum. Kína færist jafnt og þétt til auðræðis án lýðræðis. Af efnahagsöflum heims er það Evrópa ein, sem heldur uppi merki lýðræðis, jafnréttis og bræðralags. Fyrirmyndirnar eru tvær, norræna módelið og þýzka módelið, sem raunar eru svipuð. Ísland ráfar frá Evrópu misþroskaðs lýðræðis til bandarísks þrælakerfis auðræðis. Ríkisstjórnin leiðir þá villuferð, studd af ótrúlegri þjóðrembu innræktaðra eyjarskeggja. Við eigum að stinga við fótum og byrja að læra af Norðurlöndum og Þýzkalandi.