Evran rís og rís

Punktar

Andstæðingar Evrópusambandsins skrifuðu ítrekað á síðustu misserum um fallvalta stöðu evru og vangetu hennar sem gjaldmiðils heillar álfu. Öll misserin hlustaði evran ekki á þessa óskhyggju. Hún hefur raunar hækkað gagnvart sterlingspundi og enn frekar gagnvart dollar. Hið rétta er, að hún er öflugasti gjaldmiðill heims og sá, sem alltaf rís. Þess vegna eru óvinir Evrópu farnir að tala um gengisris sem mikinn harm, er beri að forðast. Segja Íslendinga græða á sigi krónunnar. Samt töpum við öll á sigi krónunnar, allir nema kvótagreifar. Seðlabankinn hefur brennt 700 milljörðum í misheppnuðum tilraunum til að halda krónugenginu niðri. Galið.