Evran er í sókn

Punktar

Evran var 1.32 dollara virði um áramótin. Nú er hún 1,35 dollara virði. Hún styrktist semsagt á þessu ári. Síðasta mánuð hefur hún staðið í stað. Sumir ímynda sér hins vegar, að evran sé á fallanda fæti. Trúa Mogga, ýmsum öðrum fjölmiðlum og evru-höturum bloggsins, sem birta fréttir af falli evrunnar. Gleyma hins vegar að segja frá risi hennar. Raunar er evran sterk og mun áfram verða sterk. Jafnvel þótt einstök evru-ríki við Miðjarðarhafi hafi lent í klandri. Yfirgefi Grikkland evruna, mun það enn styrkja hana. Evran er í hægri sókn sem alþjóðlegur gjaldmiðill. Ekki verðlaus eins og krónan.