Evra betri en króna

Punktar

Hér er rekinn farsalegur áróður gegn meginlandi Evrópu og einkum evru. Birtar eru fréttir um, að evran sé að hrapa, en aldrei um, að hún sé að rísa. Samt er evran mjög stabíl, öfugt við fallandi pund. Evran hefur hækkað úr 0,7 pundum í 0,9 pund frá árinu 2013 til dagsins í dag. Skammt er til þeirra tímamóta að evran fari upp fyrir verðgildi pundsins. Alls konar vandræði í Evrópu hafa ekki megnað að draga úr risi evrunnar. Ekki vandræðin í Grikklandi og ekki erfiðleikar ríkja við Miðjarðarhafið. Slík vandræði eru að lagast og framtíðin er björt hjá evrunni. Við ættum sem fyrst að taka upp evru og fjölnotkun alþjóðlegra mynta, kasta krónunni.