Ertu nógu trúgjarn?

Punktar

Samtök atvinnulífsins reyna að telja þér trú um, að þú viljir ekki hækkað kaup umfram 2-3%. Fengu Capacent til að taka skoðanakönnun um, að þú viljir heldur efnahagslegan stöðugleika en launahækkun. Eins og það séu einhverjar andstæður. Samt veizt þú, að kaup láglaunafólks hefur dregizt langt aftur úr kostnaði við að lifa. Ætli 500.000 krónur á mánuði fyrir skatta dugi ekki til mannsæmandi lífs. Fátækt fer vaxandi. Ekki bara eru gamlingjar, öryrkjar, sjúklingar og einstæðar mæður undir fátæktarmörkum, heldur líka láglaunafólk. Fyrirtæki, sem hafa ekki ráð á hálfri milljón á mánuði, eru eins illa rekin og kvótagreifar.