Erlend mistök stæld

Fjölmiðlun

Í dagskrárgerð er sjónvarpið að gera sömu mistök og erlendar sjónvarpsstöðvar gerðu um aldamótin. DR, danska sjónvarpið, fékk almannatengla til valda. Þeir sögðu fréttir eiga að vera jákvæðar, ekki neikvæðar. Reyndist rugl og skaddaði rannsóknablaðamensku. Næst sögðu þeir fólk hafa meiri áhuga á spyrlum og útliti þeirra en viðmælendum og viðfangsefnum. Því ættu sögumenn frekar að vera í mynd en viðfangsefnin. Sama rugl og það, sem eyðilagði þætti um sagnfræði, lönd og náttúru. Við erum hér að endurtaka mistök annarra lið fyrir lið. Því verðið þið þessa daga að þjást undir fremur sjálfhverfum Andra og húmorlausum Hraðfréttum.