Erfiðir erfðaprinsar

Punktar

Halinn er langur eftir síðari erfðaprins Framsóknarflokksins eins og hinn fyrri. Umboðsmaður Alþingis hefur sagt, að Árni Magnússon, sem til skamms tíma var félagsmálaráðherra, hafi ekki farið að réttri stjórnsýslu við ráðningu ráðuneytisstjóra. Áður voru kunn vandræði hans út af brottrekstri jafnréttisstýru. Ráðherrann hefur nú hætt í pólitík og flúið út í bisness eins og forveri hans, Finnur Ingólfsson, sem áður var erfðaprins flokksins. Halldór Ásgrímsson virðist vera óheppinn í vali erfðaprinsa, þeir verða ekki langlífir í ráðherrastarfi.