Erfðagóss Íslandshreyfingar

Punktar

Græn sjónarmið eru svo mikið á undanhaldi, að Ómar Ragnarsson hefur arfleitt Samfylkinguna að flokki sínum. Er hún þó laus við að vera grænn flokkur, fylgir í ríkisstjórninni álbræðslum og hvalveiðum. Ég kaupi ekki útskýringar Ómars á þessari undarlegu arfleiðslu. Að vísu er rétt, að græn sjónarmið ein og sér standa ekki undir heilum stjórnmálaflokki. En fyrr mátti rota en dauðrota með því að afhenda svörtum stjórnmálaflokki arfinn. Ég sé engin merki þess, að Samfylkingin sé að skána í umhverfsimálum. Var ekki betra að leyfa Íslandshreyfingunni að deyja í friði?