Erfðabreyttur áróður

Punktar

Verst þokkaða fyrirtæki heims er Monsanto. Líftæknifyrirtæki, sem hefur með mútum og lygum rutt sér til rúms um allan heim. Og sett þriðja heiminn á skuldaklafa. Þekktasta fyrirtæki á Íslandi í líftækni var deCode sáluga. Það lifði á linnulausu sjálfshóli Kára Stefánssonar. Í svipaðan farveg fellur ORF Líftækni, sem lætur taka við sig dagblaðaviðtöl um uppfinningar sínar. Í stað þess að birta þær í fræðiritum. Að tvennu þarf að gæta vel. Notendur þurfa að vita, hvað þeir fá í hendur. Því þurfa öll erfðabreytt matvæli að vera merkt. Og hindra þarf, að erfðabreyttir akrar sái sér út í náttúruna.