Erfðabreytt fýkur

Punktar

Ræktun venjulegrar og erfðabreyttrar búvöru fer ekki saman. Erfðabreytt sæði fýkur um allt í Evrópu, yfir á venjulega akra, einnig lífrænt ræktaða. Með ræktun erfðabreyttra matvæla á afmörkum stöðum eru allir nágrannabændur í vanda. Þeir, sem áður seldu lífrænt ræktaðan mat á háu verði, verða að brenna akrana til að losna við erfðabreytta sæðið og fá ekki bætur, því að bændur erfðabreyttrar búvöru eru ekki tryggðir fyrir viðskiptatjóni, og eru ekki borgunarmenn. Þetta mun gerast í Eyjafirði og valda vandræðum í hefðbundinni búvöru. Og svo vill enginn selja eða kaupa erfðabreytt í búðum í Evrópu.