Er Franek í flórnum?

Punktar

Landstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins yfir Íslandi er Franek Rozwadowski. Hann er sagður vera kunnugur Geir Haarde, hafa verið með honum í háskóla. Þetta þarf að staðfesta. Ef Franek er kunningi Geirs, getur hann ekki verið landstjóri yfir Íslandi. Hann getur ekki verið vinur stjórnarandstöðunnar. Hér hafa þá orðið herfileg mistök af hálfu sjóðsins, svipuð mistök og íslenzkir pólitíkusar mundu fremja. Tilgangurinn með erlendum landstjóra er að fara framhjá íslenzkum gaurum. Það gengur ekki að fá útlending til að stjórna landinu, ef hann lendir í sama flórnum og innlendir valdamenn.