Ennþá meira Newspeak

Punktar

          Viðbót við orðabók Newspeak. Fyrri kaflar birtust 18.3.2014 og 1.4.2014.

„Atvinnulífsfélagsfræði“ þýðir: pylsusala í Skagafirði

„Skuldaleiðrétting“ þýðir: millifærsla

„Heimilin í landinu“ þýðir: heimili tekjuhárra

„Samtök atvinnulífsins“ þýðir: félag pilsfaldakapítalista

„Framsókn“ þýðir: flokkur afturkarla

„Hagvöxtur“ þýðir: meira brask

„Sjávarútvegurinn“ þýðir: kvótagreifar

„Launaleiðrétting“ þýðir: launahækkun

„Hagsmunaverðir svartnættisins“ þýðir: þeir sem gagnrýna SDG

„Skattalækkun“ þýðir: lækkun skatta hinna ríkustu

„Einföldun skattakerfisins“ þýðir: lækkun hæsta þrepsins

„Málfrelsi í hættu“ þýðir: lygar forsætisráðherra eru gagnrýndar

„Í þjóðarþágu“ þýðir: í þágu kvótagreifa og vinnslustöðva

„Evran er á síðasta snúningi“ þýðir: hækkandi gengi evrunnar

„Eitraður matur frá Evrópu“ þýðir: ódýrari og hollari matur

„Stenzt vart gæðakröfur háskólans“ þýðir: Vigdís stenzt vart gæðakröfur

„Staðreyndirnar hafa breytzt“ þýðir: ég þurfti að ljúga

„Fyrir fólk sem þarf að lita hárið sjálft“ þýðir: óþörf aðgerð

„Hrægammar“ þýðir: skattgreiðendur og séreignarsparendur

„Fara á svig við sannleikann“ þýðir: ljúga

„Skattaundanskot“ þýðir: skattsvik

„Réttlæti“ þýðir: ríkir fá sama skuldaafslátt og fátækir

„Leiðrétting“ þýðir: íslenzka krónan virkar ekki

„Hagsmunir Íslendinga“ þýðir: hagsmunir kvótagreifa og vinnslustöðva

„Þú hefur ekki kynnt þér málið“ þýðir: ég hef engin rök

„Svo því sé haldið til haga“ þýðir: nú ætla ég að ljúga

„Upplýsingar um stöðu mála“ þýðir: rógur um hælisleitanda

„Stækkun friðlands“ þýðir: virkjun í friðlandi

„Afhendingaröryggi til almennings“ þýðir: risaturnar vegna álvera

„Ekki loforð um þjóðaratkvæði“ þýðir loforð um þjóðaratkvæði

„Ekki meiðandi leki“ þýðir: rógur um hælisleitanda

„Samantekt“ þýðir: minnisblað