Enn er von.

Greinar

Enn er von, því að enn hefur ríkisstjórn Íslands ekki fallizt á hina stórhættulegu landhelgistillögu Breta, sem forsætisráðherra og utanríkisráðherra höfðu með í farangrlnum frá ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í Osló. Ríkisstjórnin hefur hvorki játað né neitað þessu tilboði, en hefur réttilega óskað skýringa á ýmsum þáttum þess.

Ríkisstjórnin hefur eindregið verið vöruöð við því, bæði í Dagblaðinu og á öðrum vettvangi, að ganga til samninga við Breta á grundvelli tilboðsins. Stóra gatið í tilboðinu er spurningin um, hvað taki við að sex mánaða samningstímabili loknu. En það er einmitt þá, sem Bretar ætla að taka okkur Í bakaríið og hefna harma sinna.

Ef nú yrði samið tæki gildi bókun sex í viðskiptasamningi okkar við Efnahagsbandalagið. Útflutningsatvinnuvegir okkar færu að sækja með ærnum kostnaði inn á evrópska markaði. Einkum tæki lagmetisiðjan hressilega við sér. Og það eru einmitt þessi atriði, sem eru ekki eins hagstæð og þau líta út fyrir að vera.

Að sex mánaða bráðabirgðasamningi liðnum mundu Bretar segja: Nú framlengjum við óbreytt í eitt – tvö ár í vióbót, annars fellur bókun sex aftur úr gildi. Þar með værum við komnir í sjálfheldu og yrðum að vera eftirgefanlegir gagnvart Bretum til þess að setja útflutningsatvinnuvegi okkar ekki á höfuðið.

Þetta er hin lúmska beita á króki Bretanna. Hún er miðuð við, að ríkisstjórn okkar sé grunnhyggin og bíti strax á agnið. Til viðbótar er svo tilboðið opið á gamalkunnan hátt í annan endann. Það gerir hvorki ráð fyrir viðurkenningu á 200 mílunum né fyrir sjálfdæmi Íslendinga að sex mánuðunum liðnum.

Það er gömul saga, að íslenzkir ráðamenn hafa haft tilhneigingu til að blekkja sjálfa sig og þjóðina, þegar þeir hafa verið að semja um fiskveiðilögsöguna. Þeir hafa túlkað óljós atriði af óbifandi bjartsýni og yfirleitt alltaf haft á röngu að standa. Má til dæmis minna á þá firru, að samningurinn við Þjóóverja mundi leiða til þess, að bókun sex tæki gildi hjá EfnahagsbandalagiÍnu.

Morgunblaðið og Vísir, málgöng Flokkseigendafélagsins, hafa vikum saman hamrað á því, að nauðsynlegt væri að semja við Breta. Þessi áróður hefur verið hertur síðustu dagana, síðan um fréttist, að tilboð væri á ferðinni. Ríkisstjórnin tvístígur milli þessarar stefnu og stefnu alls þorra þjóðarinnar, sem vill ekki, að flanað sé út í samninga við Breta.

Ekkert verður við því gert, að Morgunblaðið og Vísir reki erindi brezku stjórnarinnar. En ríkisstjórn okkar má vita, að svo tæpt stendur hún sjálf, að gönuhlaup til samninga við Breta mundi ríða henni að fullu. Og það er jafnljóst, að svör Breta við fyrirspurnunum munu ekki staðfesta varanlegt gildi bókunar sex né óskertan yfirráðarétt Íslendinga yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu að sex mánuðum Iiðnum.

Við verðum því enn að sætta okkur við ofbeldisaðgerðir á miðunum og óhóflegt aflamagn brezkra togara. Ríkisstjórn okkar er sem betur fer tæpast svo skyni skroppin, að hún ani út í ófæruna og semji af sér Í hvelli.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið