Engum er að treysta

Fjölmiðlun, Punktar

Allt frá tíma Kosovo-stríðsins trúi ég engu, sem Nató fullyrðir. Því vantreysti ég sögum þess um brot rússneskra herflugvéla á lofthelgi landa í Austur-Evrópu. Pútín er að vísu til alls vís, en ég þarf traustari heimild en Nató. Mikilvægt er þó að vara sig á Pútín. Hann er geðbilaður heimsvaldasinni. Það þýðir líka, að auðvelt er að ljúga upp á hann. Og ég veit ekki um neinn, sem lýgur jafn grimmt og Nató. Raunar er vont, að ekki skuli vera til neinn aðili, sem hægt er að treysta. Við þekkjum það vonda ástand vel á Íslandi. Hér ljúga nærri allir pólitíkusar án þess að svitna á efri vör og embættismennirnir engu síður.