Enginn vill hlera mig

Punktar

Aldrei hef ég orðið svo frægur, að ég fengi þá flugu í kollinn, að síminn væri hleraður. Enn síður hefur mér dottið í hug, að Bush eða valinkunnir menn teldu sniðugt að skoða tölvupóstinn hjá mér. Ég veit, að hvort tveggja er eins auðvelt og að drekka vatn. En óskaplega hlyti að vera leiðinlegt að hlera það, sem ég segi í síma og mér er sagt í síma eða það sem ég sendi í tölvupósti og fæ í tölvupósti. Ef út kæmi skúbb-bókin: Símtöl og tölvupóstur Jónasar, mundi ekki seljast neitt eintak. Slíkur er munurinn á heldriborgurum og þotuliði á vegum Kidda rót.