Enginn treystir neinum

Punktar

Nú vilja fyrirtæki, að viðskiptamenn borgi vöru og þjónustu fyrirfram. Því að þau treysta ekki viðskiptamönnum. Þeir vilja ekki borga vöruna fyrr en þeir eru búnir að fá hana. Því að þeir treysta ekki fyrirtækjum. Gildir um fjármál líka. Menn vilja ekki eiga fé í bönkum. Því að þeir treysta þeim ekki. Þeir taka út peningana sína og setja undir kodda eða kaupa gull eða land. Bankarnir tæmast af fé, því að fólk treystir þeim ekki. Þeir geta því ekki lánað í rekstur. Þótt þeir gætu það, mundu þeir ekki treysta þeim, því að veð rýrna hratt. Verð fyrirtækja hrynur. Enginn treystir neinum lengur.