Enginn tími til neins

Hestar

Undanfarin ár hafa hestar yfirleitt verið vel tamdir hér, til dæmis vegna áhrifa frá svonefndu hestahvísli. Tamningamenn reyna með góðu að fá hesta í lið með sér. Einstaka sinnum eru hestar erfiðir og frumtamning dregst aðeins á langinn. Þótti í lagi í gamla daga, þegar tíminn var afstæður. Nú liggur sumum svo lifandis ósköp á. Þeir þykjast ekki hafa tíma til að vinna hestinn á sitt band. Læra af Iben Andersen að misþyrma hestum til að kúga þá til að hlýða. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir vill réttilega banna hestaníðið. Ég vildi ekki eiga hest, sem Iben Andersen hefur tamið, það er heila málið.