Enginn bað um Sigurð Inga

Punktar

Hver bað um Sigurð Inga Jóhannsson sem forsætisráðherra. Hann er engin lausn á vantrausti þjóðarinnar. 3% studdu hann í síðustu mælingu. Ekki verri ráðherra en hver annar, en sá samanburður segir fátt. Tvennt gerði hann afleitt. Er hann hugðist flytja Fiskistofu norður og endaði með að flytja forstjórann einan, því enginn vildi flytja. Er hann gerði tíu ára samning við bændur og batt hendur tveggja ókominna ríkisstjórna. Hvort tveggja er merki um þarflausan tuddaskap í deyjandi ríkisstjórn gagnkvæmrar óbeitar. Sjálfstæðisflokkurinn er ákaflega langrækinn og man vel, að hann greiddi atkvæði með Landsdómi yfir Geir Haarde.