Engilsaxa-blaðran

Punktar

Í löndum engilsaxa, Bretlandi og Bandaríkjunum, hefur mismunun stétta aukizt jafnt og þétt í áratugi, Í Bandaríkjunum frá 1970. Á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndum hefur jöfnuður hins vegar aukizt. Ísland hefur lengi verið jaðarsvæði engilsaxa. Enskumælandi fjölmiðlar flytja fréttirnar. Álitsgjafar fjármála og hagfræði eru engilsaxar. Þaðan er hatrið á “eftirlitsiðnaði” og þar var Hannes Hólmsteinn Gissurarson menntaður. Bankamenn Vesturlanda hafa nú stýrt heiminum í engilsaxneskt hrun. Öll hugmyndafræði blöðruhagkerfisins var frá engilsöxum komin. Framtíðin felst í að losa sig undan áhrifum þeim.