Engidalur

Frá Stóru-Völlum í Bárðardal að Helluvaði í Mývatnssveit.

Sennilega er betra að fara suður í Víðiker og þaðan norðaustur að Stóraási og fara vestan undir honum gamla slóð norður að Jafnafelli. Mestur hluti leiðarinnar um Engidal er fær öllum bílum. Hestamenn fara því oftar sunnar, um Svartárkot og Suðurárbotna, eða norðar, um Arndísarstaði og Akureyrarveg eða um Fosshól og gamla Fljótsheiðarveginn. Fari menn syðri leiðina er áður farið um Hellugnúpsskarð til Stóru-Valla. Fari menn nyrðri leiðina er farið úr skarðinu til norðurs að brúnni á Skjálfandafljóti hjá Fosshóli.

Þetta er ein af mörgum reiðleiðum um heiðar Suður-Þingeyjarsýslu, hluti af tengingu sýslunnar um Sörlastaði yfir í Eyjafjörð. Gildi leiðarinnar hefur þó minnkað eftir að vegurinn um Engidal var malarborinn.

Förum frá Stóru-Völlum beint yfir brúna á Skjálfandafljóti og síðan suður með þjóðvegi 843 langleiðina í Viðiker. Beygjum til norðurs eftir vegi um Engidal í 400 metra hæð. Það var áður fínn reiðvegur, en hefur nú verið malarborinn. Reiðslóð hefur ekki enn myndazt utan vegar. Þegar kemur að Jafnafelli, beygir vegurinn til vesturs, en við förum beint áfram upp fellið. Áfram förum við niður af því að norðanverðu, um hlað á eyðibýlinu Hörgsdal og síðan þvert norður á Akureyrarveg, sem er reiðleið frá Mývatni til Akureyrar. Beygjum í austur eftir þeirri leið og förum hana alla leið á þjóðveg til Stangar í Mývatnssveit. Förum með þeim þjóðvegi til norðurs að þjóðvegi 1 tveimur kílómetrum vestan við Helluvað í Mývatnssveit.

37,8 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Kiðagil: N65 30.117 W17 27.375.

Nálægir ferlar: Hellugnúpsskarð, Svartárkot, Gullvegurinn, Sandvatn, Mývatnsheiði.
Nálægar leiðir: Hörgsdalur, Kleifarsund, Sandfell, Heiðarsel, Gautlönd.

Skrásetjari: Sæmundur Eiríksson
Heimild: Jónas Kristjánsson og Sæmundur Eiríksson