Endurtók línuna í síbylju

Punktar

Almannatenglar Framsóknar eru á fullu að takmarka skaðann af Sigmundi Davíð. Áherzlan er á samfélagsmiðlunum. Hópar trúaðra fá dagskipanir um mál dagsins. Hvattir til að vera „on cue“, tala einum rómi. Útkoman er kostuleg. Þorsteinn Sæmundsson kann ekki að skrifa. Klippir og límir textann frá Karli Garðarssyni án þess að setja gæsalappir. Ásmundur Einar Daðason á erfitt með að muna tvennt í senn. Endurtók lexíuna sjö sinnum í viðtali: „Það liggur algjörlega ljóst fyrir, að skattar hafa verið greiddir af þessu og það er stóra málið.“ Einar stöðvaði hann loksins: „Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki“.