Endurtaka mistök Rússa

Punktar

Þeir sem ekki læra sagnfræði eru dæmdir til að endurtaka söguna. Þannig hefur Nató endurtekið mistök Sovétríkjanna í Afganistan. Sovétríkin réðu landinu í níu ár og hrökkluðust síðan á brott með skömm. Nú hafa Bandaríkin og Nató hernumið landið næstum eins lengi og stöðugt sígur á ógæfuhliðina. Rússar gátu til dæmis hleypt stúlkum í nám, en það megna Vesturveldin ekki. Ríkisstjórn landsins stýrir aðeins miðbæ höfuðborgarinnar Kabúl. Alls konar herstjórar og talíbanar ráða restinni af ríkinu. Jonathan Steele skrifar um þetta í Guardian í dag. Hann segir Nató vera að endurtaka mistök Rússa.