Endurskoðun heima og heiman

Punktar

Endurskoðunarstofan KPMG sá um pappíra Stein Bagger hins danska. Skrifaði upp á bókhald hans. Hann stal sextán milljörðum króna með bókhaldsbrögðum. Er nú í fangelsi, enda er réttlæti margfalt hraðvirkara í Danmörku en hér. Endurskoðun Anderson var einu sinni stærst í heimi. Hún sá um Enron, mesta bókhaldssvindl sögunnar, og dó með Enron. Nú hefur Aðalsteinn Hákonarson, eftirlitsstjóri ríkisskattstjóra, lýst áhyggjum af íslenzkum endurskoðendum. Telur marga ekki standa á bremsunni. Setji kíkinn fyrir blinda augað við skoðun bókhalds. Endurskoðendur eru því hættulegir hér sem annars staðar.