Endurskoðun er bara bull

Punktar

Mér er fyrirmunað að skilja, hvernig endurskoðendur beita “alþjóðlegum reikningsskilareglum” til að hvítþvo bókhald banka, sem brjóta allan skala laganna. Vörn PriceWaterhouseCooper í málum Glitnis og Landsbankans felst í, að farið hafi verið eftir lögum og reglum. Reglurnar geri PWC kleift að skrifa upp á taumlaust rugl. Til hvers eru þá endurskoðendur, ef þetta er rétt hjá Stefáni Geir Þórissyni? Af hverju eru sett lög, sem gera skrípó að endurskoðun? Auðvitað bullar hann í vörninni eins og í endurskoðuninni. Er ekki kominn tími til að afskrifa “alþjóðlega” endurskoðun að hætti PWC?