Endurreistir bakþankar

Fjölmiðlun

Bankaþankar Fréttablaðsins eru komnir til baka á sinn stað á baksíðu. Þekktir stílistar skrifuðu þar í gamla daga hnyttið koserí um daginn og veginn. Svo var bankþönkum vísað í útlegð sem bakverkur aftan við textreklame, sem nú kallast kynningar. Fljótt fækkaði þeim, sem höfðu eitthvað að segja. Við tók sjálfhverf þegnskylda krútt-blaðamanna. Á baksíðu fór hins vegar langdregið moð um fræga fólkið, sem er frægt fyrir að vera frægt. Stílistar flúðu í blogg og á fésbók. En nú er komin betri tíð með blóm í haga. Bakþankar aftur á baksíðu frá og með gærdeginum. Á vaðið reið öndvegis-húmoristinn Jón Sigurður Eyjólfsson. Bravó.