Endurræsing samfélagsins

Punktar

Endurræsa þarf margt eftir kosningarnar. Endurræsa þarf allt heilbrigðiskerfið eftir misþyrmingar og einkavinavæðingar Sjálfstæðisflokksins. Endurræsa þarf markaðshagkerfið, til dæmis í veiðiheimildum, raforkuverði til stóriðju og gjöldum af ferðaþjónustu. Endurræsa þarf samstöðu þjóðarinnar og hætta að skilja þá veiku og varnarlausu útundan. Ógeðslegri auðmannastefnu Sjálfstæðis og Framsóknar þarf að varpa í yztu myrkur. Taka upp gamla slagorðið: Frelsi, jöfnuður, bræðralag. Siðblind stefna mannhaturs og spillingar hefur runnið sitt skeið á enda. Nú tekur við endurræsing og nýtt Ísland fæðist í kjölfarið.