Endurholdgun Samfylkingar

Punktar

Hef enga trú á, að fylgi Samfylkingarinnar hressist við að breyta nafni hennar í Jafnaðarflokkinn. Líði flokksmönnum eitthvað betur eftir breytinguna er tilgangi hennar náð. Samfylkingunni fylgir fnykur af valdaskeiði Ingibjargar Sólrúnar og Árna Páls. Þá gerðist hún hægri flokkur Blairista. Gleymist ekki, en dofnar í tímans rás. Hafi eitthvað af fylgi hennar farið á hægri flokkana Viðreisn og Bjarta framtíð, skilar það sér ekki til baka í könnunum. Jafnaðarflokkur þarf að keppa við Vinstri græn og aðra vinstri flokka um hylli alþýðunnar. Kannski hefur Logi Einarsson þann kjörþokka, sem dugi flokknum til pólitískrar endurholdgunar.