Endir á morgun

Punktar

Trú á yfirvofandi heimsendi dreifist hratt. Fjórðungur Bandaríkjamanna hefur tekið þá trú, sem stíft er boðuð hér á landi af Krossinum og Omega og fleiri innheimtustofnunum tíundar. Heimsendir hefst með stríði á mærum Ísraels, þar sem rammkristnir menn flykkjast til stuðnings við hina útvöldu þjóð. Heimurinn mun farast í syndum sínum, en sannkristnir verða dregnir upp í himnaríki. Þessi rammpólitíska trú knýr bandarískan stuðning við Ísrael og áhugaleysi bandarískra stjórnvalda á vistkerfi jarðar. Það er víst óþarft vegna aðvífandi ragnaraka.