Endalok vestursins

Punktar

Anatol Lieven spáir endalokum markaðshagkerfisins. Í grein í International Herald Tribune segir hann mengun lofthjúpsins og hitnun jarðar verða banabita hagkerfis, sem ekki sé sjálfbært og vilji ekki vera sjálfbært. Börn okkar muni sæta aðstæðum, sem skerði lífskjör á vesturlöndum með svipuðum ofsa og heimskreppan mikla. Næstu áratugi muni hvert ríkið á fætur öðru hrynja vegna loftslagsbreytinga. Markaðshagkerfið geri vesturlöndum kleift að ferðast til andskotans á fyrsta farrými. En samt til andskotans. Börn okkar muni ekki virða auðhyggju okkar, heldur hrækja á grafir okkar.