Endalaus hækkun í hafi

Punktar

Meðan auðgreifar koma fé undan hagkerfinu yfir í skattaskjól á aflandseyjum, er hér klofið þjóðfélag. Hækkun í hafi er aðferðin. Vörur hækka í hafi í inn- og útflutningi. Frá ómunatíð hafa heildsalar tekið umboðslaun erlendis. Álfabrikkur hækka báxít á leið til Íslands og greiða endalausar þóknanir til erlendra pabba. Ferðaþjónustan er nánast skattfrjáls. Pólitíkusar og skattayfirvöld gera aldrei neitt í þessum málum. Afleiðingin er að hundruð milljarða koma árlega ekki fram í hagkerfinu og ríkið verður af tugum ef ekki hundrað milljörðum í sköttum. Hér þarf að innheimta árlega hundrað milljarða í auðlindarentu. Og handrukka skatta.