Elska skáldin sín

Punktar

Persar elska skáldin sín eins og Íslendingar gerðu til skamms tíma. Reisa þeim minnisvarða í fögrum görðum. Klerkar nota skáldin til að treysta völd sín. Eru pirraðir á veraldlegum Omar Khayyám, sem orti um vín, víf og mánaskin. Höfðar til lífsglaðra, sem gætu freistast til að losa sig við klerkana. Sem hafa hins vegar tekið Hafez í sátt, þótt hann hafi verið fyllikarl og perri. Túlka bara ljóð hans sem líkingamál, ekki veruleika. Óskabarn þeirra er svo Saadi, er orti eins konar Hávamál. Siðfræðilega uppbyggileg ljóð um að haga sér vel í lífinu. Og að skipta sér ekki af því, sem fólki kemur ekki við. Slíkt gleður klerkana.