Ekki steinaldarfæði

Megrun

Áhugaverðasta megrunaraðferð líðandi stundar er steinaldarfæðið. Gerir ráð fyrir, að okkur sé eðlilegt að nota grófan mat eins og étinn var á steinöld, fyrir innreið kornræktar. Í þeim ágæta kúr kasta menn ekki aðeins burt allri verksmiðjuframleiddri fæðu, heldur líka öllu, sem kemur úr korni. Þar með töldu brauði. Gallar við þennan annars ágæta kúr eru tveir. Í fyrsta lagi er hann fremur erfiður í nútíma samfélagi. Í öðru lagi felur hann í sér róttæka breytingu frá fyrra mataræði okkar. Hann felur í sér átak, sem mér og þér er um megn. Betra er að sveigja hóflega frá fyrra mataræði og halda ró sinni.