Ekki spyrja leyfis

Punktar

Lög um náttúruvernd númer 44 frá 1999 skilgreina mörk réttar landeigenda og réttar ferðamanna. Þau eru engin nýtízku bóla frá meintum náttúrufasistum. Þau eru í fullu samræmi við öll eldri lög, alla leið aftur í gráa forneskju. Alla tíð hefur verið nauðsynlegt að skilgreina þörf fólks á að ferðast um landið. Og skilgreina rétt landeigenda til að vernda tún og akra. Í stórum dráttum má fólk ferðast óhindrað um allt ÓRÆKTAÐ land. Því var það firra hjá forsætis að leita leyfis til að koma með Kínverja í rútu á opinbert bilaplan við Kerið. Slíkt ferðalag er svo löglegt, að leyfis á aldrei að leita.