Ekki nógu stórorður

Punktar

Þegar ég lít yfir farinn veg, sé ég eftir, að hafa ekki verið stórorður við hæfi. Oftast hef ég farið með löndum, haft efasemdir um gagnrýni mína. Eins og eðlilegt er að gera, þegar maður les yfir eigin texta. Hin síðari ár hef ég þó gert meira af að bæta í, herða á. Hrunið var skurðpunkturinn. Allt sem menn skrifuðu fyrir hrun hefur reynzt vera kák. Og ég var í þeim flokki. Við hrunið opnuðust augu mín fyrir, að ástand þjóðarinnar var miklu verra en ég hafði lýst. Sannleikurinn um Íslendinga hlýtur að vera stórorður. Sá, sem fer með löndum í lýsingum, lifir í gömlum draumaheimi, sem aldrei var til.