Ekki lengur ein þjóð

Punktar

Límið er að mestu horfið úr íslenzku samfélagi. Við erum ekki lengur ein þjóð í einu landi. Núna eru bara ýmsir minnihlutar, sem hatast. Kvótagreifar sölsuðu undir sig arð þjóðarinnar og storka stórum minnihluta hennar. Umbar greifanna á þingi hyggjast lögfesta ránið á þessu ári. Að baki eru flokkasauðir, annar stór minnihluti, sem lætur hvað sem er yfir sig ganga. Jafnvel niðurrif heilsugæzlu og lækninga. Ríkisstjórnin gengur fram af þvílíku offorsi, að engar líkur eru á þjóðarsáttum. Fólk ælir bara, þegar það sér Gylfa Arnbjörnsson, umba greifanna í hjörð verkalýðsrekenda. Það mun kosta óratíma að líma samfélagið að nýju, ef einhverntíma.