Ekki leiðum að líkjast

Punktar

Íslendingar líkjast Grikkjum í stóru og smáu. Góðir heim að sækja og getum verið skemmtilegir og tryggir vinum okkar. Lítum á lög og reglur sem æskileg viðmið, sem gott væri að fara eftir, ef við þyrftum á að halda. Þjóðrembdir með afbrigðum og hlaupum eftir þeim, sem hæst garga í lýðskrumi. Allar aldir ófærir um að stjórna okkur sjálfir og endurtökum sömu villurnar í gríð og ergi. Rökhyggja er fjarri hagsmunum og eðli okkar, kjósum heldur staðlaðar yfirlýsingar. Í afneitun um eigin sök og kennum öðrum um ófærir okkar, helzt útlendingum. Að langfeðgatali afkomendur siðblindingja. Eins og Grikkir.