Daginn eftir hringir Washington Post í símanúmerið hér að ofan og fær að vita, að Hunt geti verið inni hjá Colson. Aftur hringdi blaðið í Hvíta húsið og fékk að vita, að Hunt væri á starfsmannaskrá þess. Hringt var í Endurkjörsnefndina og í CIA og á báðum stöðum var staðfest, að Hunt hefði lengi unnið fyrir CIA. Blaðið hringdi enn í Hvíta húsið, í þetta skipti í bókasafnið og fékk að vita, hvaða bækur Hunt hefði tekið þar að láni. Þið skulið ekki ímynda ykkur, að þetta hefði gengið svona vel á Íslandi. Hér hefðu fyrstu skrefin ekki tekizt.
