Ekki hefur náðst samkomulag um gagnkvæmt framsal meintra glæpamanna milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Í Evrópu, einkum Frakklandi, eru efasemdir um, að samningurinn tryggi, að framseldir menn verði ekki teknir af lífi í Bandaríkjunum. Ennfremur eru áhyggjur af því í Evrópu, að í Bandaríkjunum geta herdómstólar látið taka útlendinga fasta án dóms og laga á grundvelli gruns um aðild að hryðjuverkum og geta síðan haldið þeim endalaust í steininum, án þess að taka mál þeirra fyrir. Í viðræðunum um gagnkvæmt framsal hafa Frakkar forustu um að krefjast betri trygginga fyrir því, að hefðbundin mannréttindi verði tryggð í Bandaríkjunum. Frá þessu segir í International Herald Tribune.
