Ekki byrja geyst

Megrun

Ef þú ert lítið fyrir mikla hreyfingu, er óráðlegt að byrja eins bratt og mælt er með. Þú byrjar bara á þeirri hreyfingu, sem þér finnst hæfileg og færir þig síðan upp á skaftið á löngum tíma. Farir þú of geyst, þannig að úr því verði eins konar átak, er hætt við, að þú gefist upp. Hreyfing kemur þér ekki að gagni, nema hún falli að getu þinni og vilja þínum hverju sinni. Sennilega hentar flestum að byrja ekki í líkamsræktarstöð, heldur fara út að ganga. Til að byrja með í 10 mínútur á dag, fimm daga í viku. Smám saman er hægt að lengja gönguna upp í það, sem mælt er með. Ekki byrja samt of geyst.