Ekkert regn í Öxarfirði

Punktar

Á innstu bæjum í Öxarfirði hefur nánast ekkert rignt í sumar og spretta verið hæg. Bændur eru þar að slá síðustu dagana í júlí, þótt heyskap hafi lokið á sumum bæjum á Suðurlandi fyrir mánuði. Hluti af undarlegri veðráttu síðustu ára. Veður er eindregnara og þrálátara en áður. Góðviðriskaflar eru langir og sama er að segja um hvassviðri. Við vitum ekki, hvort þetta er að einhverju leyti tengt loftslagsbreytingum síðustu ára. Við vitum hins vegar, að veður er að breytast á jörðinni, að sumu leyti af manna völdum. Við þurfum að spyrna við fótum áður en breytingar hlaða utan á sig.