Ekkert lögbann án dóms

Punktar

Þing­menn Pírata hafa lagt fram frum­varp um að ekki megi leggja lög­bann á miðlun fjöl­miðla án und­an­geng­ins úr­skúrðar héraðsdóms. Sýslumaður Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu hindraði Stundina í að birta áfram upplýsingar um fjár­glæfra Bjarna Bene­dikts­son­ar í aðdrag­anda banka­hruns­ins 2008. Sú ákvörðun sýslumanns var ruddaleg stíflun á tjáningarfrelsi og stendur enn. Til­gang­ur frum­varps­ Pírata er að tryggja, að ekki verði mögu­leiki fyr­ir lög­banns-krefjanda að stöðva miðlun fjöl­miðils án aðkomu dóm­stóla. Fjöl­miðlafrelsi er einn horn­steina lýðveld­is­ins og virkar ekki, ef löglausir sýslumenn eru í þjónustu valdamesta bófaflokksins.