Íslendingar eru forstokkaðir. Telja ekki koma sér við, að ríkið skutli hundruðum milljarða í gjaldþrot græðgiskarla. Sætta sig við, að forsætis sé á leynifundum dag og nótt með hagsmunaaðilum. Án þess að þjóðin fái að vita neitt. Eins og fólk haldi, að stjórnun lýðveldisins sé einkamál. Ekki einu sinni stjórnarandstaðan fékk að heyra orð um heila helgi. Þegar fjárhagur þjóðarinnar leikur á reiðiskjálfi. Eitthvað meira en lítið er athugavert við þjóð, sem telur sig ekki eiga neitt í fullveldisréttinum. Sama fólk vill ekki sjá Evrópusambandið, þar sem þó er reynt að gæta hefða lýðræðis.
