Ekkert fegurðarskyn

Punktar

Hef oft kvartað yfir óbeit meirihluta borgarstjórnar á einkabílum og ráðaleysi í samskiptum við gráðuga verktaka. Hef minna talað um tilfinningaskort Hjálmars Sveinssonar og Dags B. Eggertssonar á skipulagi. Borgarfegurðin hefur að vísu minnkað í þrjá aldarfjórðunga undir stjórn alls konar pólitíkusa. En nú hefur tekið steininn úr. Tveir mikilvægir reitir við einu breiðgötu miðborgarinnar, Lækjargötu, valda mér angist. Það er reiturinn neðan við Arnarhól og við hlið Iðnaðarmannahússins. Þar á að reisa breið hús með láréttum línum og flötu þaki. Stílbrot. Að uppruna er Reykjavík borg lóðréttra og mjórra húsa með bröttu þaki.