Ekkert án fyrirhafnar

Punktar

Þjóðin fær ekki frelsi sitt upp í hendurnar. Hún þarf að berjast fyrir því eins og aðrar þjóðir. Annars verða nógir til að færa hana í hlekki. Næsta skref í þessari eilífu baráttu er að greiða atkvæði 20. október um nýja stjórnarskrá. Tillögurnar eru miklu betri en gamla stjórnarskráin og eru einstætt skref til úrbóta. Næsta skref verður hjá Samfylkingunni, er kratar að norrænum hætti neita bankavinum og Blair-istum um frama í flokknum. Fyrir slíka er nóg pláss í Sjálfstæðisflokknum. Síðan þarf þjóðin í prófkjörum að víkja til hliðar leifunum af hrunstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.