Eiturör frá Sádi-Arabíu

Punktar

Ágreiningur er risinn í Félagi múslima um, hvort þiggja beri 135 milljónir frá Sádi-Arabíu til byggingar mosku. Salman Tamini er mótfallinn gjöfinni og segist ekki hafa haft hugmynd um hana. Sverrir Agnarsson fagnar henni hins vegar og segist hafa beðið um hana. Ólafur Ragnar Grímsson flækist inn í málið, sagður hafa sýnt sendiherra Sádi-Arabíu lóðina. Óþolandi er, að eitt versta ríki heims hafi slík afskipti af trúmálum hér. Það bannar kirkjur heima fyrir, en greiðir um allan heim stórfé í moskur róttækra bókstafssafnaða, sem predika wahabisma. Öll bókstafstrú er eitur, en wahabismi er mannskæðasta bókstafstrú nútímans.