Eitthvað fyrir sinn snúð

Punktar

Ríkissjóður á ekki að gefa Íbúðalánasjóði milljarða án þess að fá neitt í staðinn. Bezt er, að ríkið taki yfir auðar íbúðir sjóðsins og leigi þær á hóflegu verði. Ein orsaka vandræða sjóðsins er, að hann situr á þúsundum íbúða. Reynir að halda uppi verði þeirra, án þess að það takist. Betra er að leigja þær á því verði, sem skást fæst á markaði. Allt of mikið er um, að ríki og ríkisbankar séu látin afskrifa tjón án þess að fá neitt fyrir sinn snúð. Þegar kvótagreifar fá afskrifað eiga þeir auðvitað að skila kvóta sem nemur afskriftunum. Það er eitthvað mjög skrítið við öll bankamál ríkisins.