Eitt í gær annað í dag

Punktar

Þegar forsætis var í stjórnarandstöðu fyrir kosningar, fór hann ítrekað á taugum, ef þáverandi forsætis var ekki í þingsal. Ítrekað spurði Sigmundur Davíð og flokksfélagar hans um fjarvistir Jóhönnu. Auk Sigmundar voru það einkum mannvitsbrekkurnar Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson, en Höskuldur Þórhallsson kom einnig við sögu. Eftir kosningar hefur Sigmundur Davíð snúið gersamlega við blaðinu. Kvartar opinberlega yfir einelti, þegar spurt er, hvar forsætis haldi sig, þegar hann er ekki í þinginu. Sigmundur Davíð er dæmi um lélegan pólitíkus, er blaðrar það sem hentar hverju sinni.