Eitt í gær – annað í dag

Punktar

Bjarni Benediktsson segir ekki af sér frekar en Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér við sama fylgisleysi. Samt þarf að benda á, hvernig hann skiptir þvert um skoðun. Einn daginn stendur hann eins og Robespierre í þinginu og gargar: „Skilaðu lyklunum, Jóhanna“. Hinn daginn neitar hann að skila lyklunum. Þetta endurspeglar svo vel botnlaust ógeð siðblindunnar, sem einkennir fimmta klassa íslenzka pólitíkusa. Bjarni er svartur blettur á þjóðinni eins og raunar öll ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Þetta er samsafn frekar heimskra og mjög gráðugra siðblindingja. Á þeirra vegum er lygi og fals orðið að hornsteini stjórnmála.