Eitraðar starfsmannaleigur

Punktar

Sem þáttur í samfélagi andverðleika reynir Vinnumálastofnun að ljúga að okkur, að allt sé í lagi hjá starfsmannaleigum. Alþýðusambandið hefur bent á, að svo er ekki. Starfsmannaleigur eru beinlínis stofnaðar til að draga fólk út úr samningsbundnum launum og setja á lægri skítalaun. Þær nota einkum útlenda þræla í stað fólks í stéttarfélagi. Þrælarnir eru berskjaldaðir fyrir svindli, því að þeir skilja ekki tungumálið og eru hræddir við ríkiseftirlitið. Leiðir til undirboða á vinnumarkaði. Og til þeirrar fátæktarvæðingar, sem ríkisstjórn andverðleika þráir svo heitt. Vinnumálastofnun vill bara ekki að sinna vandanum.