Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri skammast sín ekki fyrir að setja bankann á hausinn. Ekki heldur fyrir að sofa á verðinum, þegar viðskiptabankarnir fóru á hausinn. Hann þráast við að hunzkast úr bankanum. Þar á ofan telur hann sig geta rifið kjaft við Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að sinna ekki verkum hennar. Fyrir óvönduð vinnubrögð og óviðeigandi yfirlýsingar. Eiríkur ætlar semsagt að yfirgefa bankann í algerri skömm og algeru tjóni. Þarf ekki að höfða mál gegn svona dólgi?
